Skráðu þig á póstlistann

STARFSLEYFI

Hér geturðu sótt um starfs- og sérfræðileyfi í Svíþjóð og Noregi. Ýttu á linkana að neðan og þá færðu fram umsóknareyðublað. Eftir að þú hefur fyllt út umsóknina skaltu prenta hana út og láta fylgja með viðeigandi skjölum sem þú hefur fengið undirrituð (vottuð afrit).

Hafðu samband ef þú þarft aðstoð við umsóknarferlið.

FERLIÐ Í STUTTU MÁLI

Starfsleyfi þarf að liggja fyrir áður en hægt er að hefja störf (sjá að ofan)

 • Finna stöðu - Skjölin

  Svo hægt sé að fara að leita að stöðu þá þarf að senda okkur eftirfarandi skjöl (innskönnuð í lit), lækninga- og/eða sérfræðileyfið, vegabréfið (myndin), förskrivarkod og Curriculum Vitae (mörg lén krefjast þess núorðið).

 • Samningur

  Þegar þú hefur samþykkt stöðu þá er þér sendur samningur í tölvupósti til samþykkis. Samningurinn er bindandi.

 • Vinnan- húsnæði

  þessar upplýsingar er að finna á samningur, heimilisfang vinnustaðar, kontakt á vinnustað, símanúmer og í fylgibréfi hvernig þú nálgast lykla að húsnæðinu. Ferðakostnaður er á kostnað verktaka.

 • Vinnuskýrsla

  Eftir lok vinnutímabils sendir fyllir þú út vinnuskýrsluna. Með samningnum er sendur linkur á vefgátt til að fylla út vinnuskýrsluna. Til að logga sig inn slærðu inn kt. ásamt lykilorði sem þú fékkst sent í fylgibréfi samnings.

 • Reikningur og greiðsla

  Eftir að vinnuskýrsla/reikningur er send inn til okkar er hann greiddur innan 30 daga frá innsendingardegi, ef engar athugasemdir koma frá vinnustaðnum. NB, ekki gleyma undirritun yfirmanns á vinnuskýrslu ef yfirvinna/vaktir.

 • Fjarvera - Veikindi

  Ef um er að ræða fjarveru eða veikindi á ráðningartíma ber að tilkynna það sem fyrst til okkar og vinnustaðarins. Fjarvera og veikindi dragast frá samningi.

ALMENNT UM VINNUNA

Í samningnum komu fram upplýsingar varðandi m.a. heimilisfang vinnustaðar, húsnæðið og lykla.

Vinnuálagið er mismunandi milli staða, jafnvel árstíðabundið, en venjulega gert ráð fyrir 20-30 mín á bókaða sjúklinga og 15-20 min á bráðaviðtöl. Kaffitímar eru 15 fyrir hádegi og sama eftir hádegi. Hádegishlé eru 1 klst þegar vinnutíminn er milli 08-17. Síma- og lyfseðlar eru yfirleitt settir upp í tímabókunarkerfið. Þú mátt búast við um 12-25 blönduðum kontöktum á dag.

Ef vandamál koma upp á vinnustað er alltaf hægt að fá aðstoð okkar og hafa þá samband við okkur símleiðis svo fljótt sem þörf er á.

SAMSTARF OKKAR

Vertu velkomin(n) til samstarfs við Hvíta Sloppa / Vita Rockar og samstarfsaðila í styttri eða lengri tíma í stöður heilbrigðisstarfsfólks í Skandinavíu.

Starfsleyfi

þarf að liggja fyrir áður en hafist er handa við leit að stöðum og ráðningu í viðkomandi landi.

Verktaki - launþegi

Verktaka greiðslur eru mjög góðar, misháar þó eftir stöðum og landssvæðum. Þú ert að jafnaði verktaki, nema óskað sé launþegasambands.
Eftirlit - Gæði

Reynt er að viðhafa sem besta samvinnu og eftirlit með vinnustöðum okkar og læknum. Sem konsult læknar erum við ekki síst metin út frá félagsfærni okkar og jákvæðni. Gæðaeftirlit er haft með öllum læknum og vinnustöðum okkar.

Bindandi ráðning

Ráðningarsamningur við okkur er bindandi (sbr framan). Við ráðningu þá höfum við þegar gert bindandi ráðningarsamning við viðkomandi vinnustað og erum sektuð vlð samningsrof.

Aðrar ráðningar

6 mánaða ráðningamörk eru á samningum okkar, það þýðir að ekki má ráða sig næstu 6 mánuði á viðkomandi vinnustað eftir lok ráðningarsamnings, nema með samkomulagi við okkur.

Tryggingar

Landstingin í Svíþjóð hafa sjúklingatryggingu fyrir bæði fastráðna og konsult lækna (hyrläkare) á öllum vinnustöðum, því þarf ekki sérstaka sjúklingatryggingu. Einkareknir vinnustaðir geta þurft sér tryggingar (SalusAnsvar).

Atvinnusvæðið

Hvítir Sloppar / Vita Rockar mynda hluta keðju ráðningarfyrirtækja sem mynda eina stærstu ráðningarkeðju heilbrigðisstétta á Norðurlöndunum.

Alls eru starfandi í Skandinavíu, auk íslensks starfsfólks, yfir 30 manns í Svíþjóð, Noregi og Danmörku. Skrifstofur keðjunnar eru í
Reykjavík, Borlänge, Stockholm, Göteborg, Esbjerg, København og Oslo. Við höfum með ráðningar heilbrigðisstarfsfólks að gera, m.a. lækna, hjúkrunafræðinga, ljósmæðra og fl..


Starfsfólkið okkar í Reykjavík

Halla

Mannauðsstjóri

Guðrún Halla Karlsdóttir grunnskólakennari B.Ed frá KHÍ, stundar nám í Mannauðsstjórn við Háskóla Íslands. Hefur búið og starfað í Svíþjóð á annan áratug, m.a. sem grunnskólakennari í Svíþjóð 2010-2012. Talar lýtalausa sænsku og sér um öll samskipti við erlenda samstarfsaðila, heilbrigðisstofnanir, mannaráðningar auk daglegrar umsjónar skrifstofu okkar.

Halla
Mannauðsstjóri

Kalli

Framkvæmdastjóri

Guðmundur Karl Snæbjörnsson læknir, sérfræðingur í heimilislækningum. Stundaði sérfræðinám í heimilislækningum í Svíþjóð. Hefur starfað sem læknir um nokkurra áratuga skeið í Svíþjóð og Noregi, auk Starfa á Íslandi. Hefur mikla reynslu af og starfað með sænskum og norskum ráðningarfyrirtækjum lækna nánast frá upphafi þeirra í Skandinavíu.

Kalli
Framkvæmdastjóri

Áki

Fjármálastjóri

Áki Ármann Jónsson líffræðingur B. Sc. Fjármálastjórn ásamt því að vera hugbúnaðarsérfræðingur fyrirtækisins og forritun tölvukerfisins.

Áki
Fjármálastjóri

Um okkur

Hvítir sloppar

Fyrirtækið er starfrækt af læknum fyrir lækna sem hafa yfir áratuga reynslu af vinnu sem konsult læknar (hyrläkare) bæði í Noregi og Svíþjóð. Við stóðum m.a. á bakvið tilboð sænskra læknaleigufyrirtækja til íslenskra lækna þegar þeir voru í verkfalli sínu í lok 20. aldarinnar, sem og í réttindabaráttu heimilislækna fyrir nokkrum árum. Fyrir okkar tilstilli var íslenskum læknum þá send tilboð um hundruði afleysingastarfa í Noregi og Svíþjóð. Nýttu sér það nokkrir tugir kollega.

Við vonum og trúum því að með þennan bakgrunn þá hafi fyrirtækið betri innsýn í og skilning á þörfum bæði lækna ásamt annars heilbrigðisstarfsfólks ásamt vinnuveitenda svo tryggja megi sem best ánægju allra.

Hvítir Sloppar hafa gert samstarfsamning við ráðningarfyrirtæki í Skandinavíu og myndar þessi keðjan núna eina stærstu ráðningarkeðju fyrir heilbrigðisstarfsfólk á Norðurlöndunum. Við getum núna boðið upp á læknis- hjúkrunar- og ljósmóðurstörf fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk um nánast öll norðurlöndin.


Betri þjónusta og kjör fyrir íslenskt heilbrigðisstarfsfólk

Bílaleiga Hertz Malmö

(og Sixt í Borlänge)

Bílaleiga Hertz Malmö (og Sixt í Borlänge) Hvítir Sloppar eru með samning við Hertz um alla Evrópu, en sérstaklega hagstæður samningur náðist við við Hertz í Malmö (um 200 m frá Centralstationen, sjá afstöðukort neðst á síðunni), þetta er einn hagstæðasti samningur við Hertz í Evrópu. Bara að taka lestina frá Kastrup yfir til Centralstationen i Malmö og ganga síðan 200 m til Hertz bílaleigunnar.

Boðið upp á ýmsar gerðir bíla og verður að taka bílinn á leigu í Malmö og skila honum á sama stað að loknum leigutíma (nema gegn aukagjaldi). Kynntu þér skilmálana hjá Hertz í Malmö.

Inn í verðum eru 2500 km/mánuði, minni sjálfsábyrgð (sjálfsábyrð 5000 SEK), dekk, þjónusta, skattur, umsýslukostnaður.

Við vonum að þetta samkomulag við Hertz í Malmö komi til með að nýtast læknum vel, sérstaklega ef enn fara til starfa í suður og mið Svíþjóð. Einnig vegna ferðalaga utan vinnutímans, t.d. til Evrópu. Ekki krafa að læknar séu eingöngu að taka bíl á leigu vegna vinnunnar.

Pantanir á bílum er best að gera beint með símtali við Hertz (eða email að neðan) og taka fram að það sé á vegum Hvítra Sloppa (Vita Rockar) og/eða gefa upp kóðann CDP 706922 til að fá þessi afsláttarkjör. Beint númer í Malmö +46 (0)40 330 770

Adress Jörgen Kocksgatan 1b, Malmö, Sverige E-mail: malmo@hertz.se Opnunartímar: Mán - Föst 08-17, Laugardaga 09-13, Sunnudaga 15-19  
Ýmsa aukahluti er hægt að leigja með bílnum eins og GPS, barnastóla, skíðabox, minibussa o.fl.


Þú getur einnig hakað við atriðin hér að neðan og þannig sent sértækari fyrirspurn/aðstoð til okkar.